4.12.02

Mér hefur borist athugasemd frá frú Basilicu Spittoli frá Verónaborg. Hún hefur greinilega fylgst með bréfum lesenda til mín, og vill eindregið koma á framfæri skilaboðum til Karels Kierkegaard, sem sendi mér fyrispurn þann 14. nóvember. Það gleður mig að sjá samstöðuna milli ykkar lesenda, að rétta fram hjálparhönd þegar hönd nágrannans er veikburða. Vel gert.
En, hér er athugasemdin:

Kierkegaard og stöðugleikinn í kosmísku samhengi
Ég get ekki á mér setið. Verð að kommentera á þessar pælingar ykkar um frumkvæði og stöðugleika. Ykkur hefur alveg yfirsést eitt. Það er kosmískt samhengi stöðugleikans. Stöðugleiki er ekki til í kosmískum raunveruleika: væri hann það, hefðum við líkast til ekki getu til þess að skilgreina eðaskilja hann vitsmunalega. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að hann breyttist í andhverfu sína við að eitt að vera til. Ástandið sem Kierkegaard lýsir; stöðugt ástand og heft frumkvæði, er blekking. Í raun er hér á ferðinni vandamál af allt öðrum toga: Þú, herra Kierkegaard, viðurkennir ekki þína eigin tilvist. Þú getur ekki horfst í augu við eigin
fæðingu, þar af leiðir að þú ert áhorfandi á þínu eigin lífi. Finnst þú eins og þú orðaðir það vera eigin spegilmynd. Á góðri latínu er þetta
kallað "Existarium Deniale". Ráð mitt er dáleiðsla. Farðu og vertu viðstaddur eigin fæðingu. "Vere e credere" ( Seeing is believing).

Basilica Spittoli

0 Comments:

Post a Comment

<< Home