10.12.02

Kæri doktor,
Ég hef ekki skrifað þér áður en vona að þú getir leyst úr vanda mínum. Málið er að móðir mín, sem varð 72 ára fyrr á þessu ári, er farin að hegða sér vægast sagt undarlega.
Hún er fyrrverandi opinber starfsmaður og hefur alla tíð verið talin afar háttvís og pen kona (þó hún hafi reyndar alltaf verið dálítið góð með sig).

Upp á síðkastið hefur þetta breyst. Eftir að hún settist í helgan stein fór hún nefnilega að drekka ótæpilega - hún hefur alltaf verið mikið fyrir sopann, en aldrei sem nú. Hún ferðast mikið og heldur fyrirlestra út um allan heim þrátt fyrir að vera komin á eftirlaun - þessar ferðir hennar hafa síðasta árið snúist að mestu upp í svall og fyllerí þar sem hún vakir allar nætur og eltist við unga stráka (og stelpur) á klúbbum og diskótekum og endar yfirleitt á að draga eitt eða fleiri útúrdópuð ungmenni heim á hótelherbergi, þar sem hún svo kemur fram vilja sínum og svalar fýsnum sínum fram undir morgun.
Skiljanlega er þetta hátterni farið að valda mér miklum áhyggjum. Þetta kemur sér líka illa fyrir hana þar sem hún er oftast nær annað hvort ennþá drukkin eða skelþunn meðan hún heldur fyrirlestrana.

Ég þori ekkert að segja við hana lengur því hún er afar skapstór og verður alveg dýrvitlaus ef ég reyni að tala við hana um þetta. - í raun hefur hefur hún orðið erfiðari með hverju árinu frá því hún lét af störfum sem forseti árið 1996. Hvað á ég að gera?
með fyrirfram þökk,
Ein í klípu.


-----------------
Kæra "Í klípu",

Sá tími kemur ævinlega að eikin sem kastaði af sér litlu og óþroskuðu epli í den skuli nú sjálf þurfa stuðning við stofn sinn og fellur það í verkahring eplisins að bera þungann af henni. Þetta er skuggaleg áminning um að tíminn líði hratt. En að eplið þurfi að kljást við ormétna fortíð eikarinnar, þá er nú nóg komið af því góða. Ég nota þessa myndhverfingu eingöngu vegna þess að rétt í þessu er ég að smjatta á gómsætu Granny Smith epli og skelli mér á hné því allt er í heiminum symbolískt.

Jæja jæja, mín kæra, ég ráðlegg þér að fara hægt að þessu, reyna að komast að rót vandamálsins, vendipunktinum ef til er. Getur verið að móðir þín sé með þessu að gefa skít í núverandi forseta og ríkisstjórn með því að leiða anarkista áfram í saurlifnaði sem hún hótar að ágerist og endi í borgarastyrjöld verði ekki ónefndum núverandi forseta steypt af stóli?? Og að öll starfsemi þessara menningar- og tungumálanefndar hennar sé ein allsherjar dula sem hylur leynimakkið hennar? Ég hef auðvitað engar beinharðar sannanir fyrir þessu, en ég verð að segja að allt bendir til þessa. Þú veist að öllum líkindum hverjir sitja í fagráði í tungumálasjóðsnefndinni? Nú, Gauti Kristmannsson, sem er nýsloppinn af Hrauninu fyrir tryggingavíxlamisnotun; Margrét Jónsdóttir (Magga mannæta betur þekkt) og Matthew Whelpton, óstundvísasti útlendingur á landinu. Mér þykja flestar ár renna til sama sjávar hérna, mín kæra, og mamma þín er sjávargyðjan í þeim sæ.
Þú getur því reynt að komast að því hvort þessi sé raunin, fá móður þína ofan af mögulegum hermdarverkum, fengið hana til að svala fýsn sinni á heimasíðum um skemmdarlosta og trampþrá og varpa bara öndinni léttar ef hún er aðeins brókarsjúkur alkóhólisti. Smá svall er nú bara uppbyggilegt.

Ég óska þér, eplið mitt, alls hins besta og vona að ég hafi hjálpað til.
Dr.Curly McLaughlan