19.4.07

Eftir dvöl mína í Lapplandi skellti ég mér til Íslands í nokkrar vikur, fór í gufubað í Vesturbæjarlauginni og ræddi aðeins við nokkra unga menn, eflaust verðandi menntamálaráðherra og stórskáld framtíðarinnar, og ég gerði mér grein fyrir því að ég hefði alltaf haft einhvers konar heimur-versnandi-fer-fordóma fyrir ungu fólki. En eftir 10 mínútur í gufunni rann það upp fyrir mér að stóru spurningarnar myndu alltaf vera til staðar, þær birtust bara í mismunandi myndum. Við þurfum því engar áhyggjur að hafa af framtíðinni:

-Æ, mér finnst bara gúdd sjitt að vera með heila, og fokking not'ann...
- Já, þú meinar að þú sért sumsé Res Cogitans...

- Nei, ég meina, þú veist, þá veit ég að ég er ekki fokking dauður, ... æ þarna, þú veist ... að ég er til, eða eikkað...
- Já, þú ert semsagt að vitna í Cogito ergo sum...

- Nei, æi, sko, sjitt maður, samt sko ... ég bara eikkerneginn varð svona, eins og ég er...
- Já, þú ert að tala um Tabula Rasa þá, er það ekki?

Hver nennir að snobba fyrir latínunni þegar við höfum nútímaheimspekinga eins og þessa ungu menn?

Dr.Curly

2 Comments:

At 3:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Dr. Curly:
Það er ekki lengur "hip" að sítera sífellt í eitthvert kartesían kjaftæði til að breiða yfir þá firringu sem getin er af þessum harða heimi sem við lifum í. Við verðum að horfast í augu við þá kosmísku eyðimörk sem okkur stendur til boða, eins og Small Bang teoristar eru löngu búnir að sýna fram á. Við horfum fram á vitsmunalegt gjaldþrot og sogumst óumflýjanlega inn í gapandi svarthol þar sem þjáningin ein bíður okkar. Reynum því að virkja sársaukann: Sum ergo doleo.
Karel Kierkegaard

 
At 12:06 PM, Blogger curly said...

Já, Karel.
Ég hef saknað ummæla þinna "Like the deserts miss the rain". Ég get ekki gert að því að bólugrafnir ungir menn í gufubaði Vesturbæjarlaugar séu enn að vitna í þennan latínusnobbara, sjálf reyni ég að snobba fyrir öllum tungumálum, lág- og hámenningu...
En þjáning? Það er svo obsolít, Karel... auk þess sem það er ekki allra. Ég hef reynt margoft að þjást og líða illa, en ekki tekist það. Mun samt gefa því séns ef þér finnst það virkilega þess virði.

 

Post a Comment

<< Home